16.4.2021 : Nemendur í 4. bekk

Nemendur í 4. bekk Engidalsskóla hafa verið að læra um fugla.

Þau eru heldur ekki þekkt fyrir annað en að láta sig samfélagsleg málefni varða og gerðust kosningastjórar lundans í keppninni um fugl ársins - sem er á vegum Fuglaverndar.

Eftir miklar umræður og rannsóknir fundu þau ýmsar ástæður fyrir því af hverju lundinn ætti þennan titil skilið.

Rökin þeirra má heyra frá mínútu 38:15 í Samfèlaginu (sarpurinn) í dag en þar er brèfið þeirra lesið upp:

https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl5kd

...meira

9.4.2021 : Skráning á frístundaheimili skólaárið 2021-2022

Kæru foreldrar og forráðamenn

Opnað hefur verið fyrir skráningu á frístundaheimili skólaárið 2021-2022. Frístundaheimilin í Hafnarfirði eru í boði fyrir börn í 1.-4. bekk og starfa við alla grunnskóla sveitarfélagsins. Hlutverk þeirra er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur með m.a. hópastarfi, smiðjum, útiveru og vali. Umsókn gildir í eitt skólaár í senn (ágúst-júní) og þær umsóknir sem berast fyrir 15. júní eru í forgangi. Umsóknir sem berast eftir þann tíma geta farið á biðlista og eru ekki afgreiddar fyrr en í ágúst. Við skráningu er mikilvægt að tryggja að allar upplýsingar séu tilgreindar og réttar. Þegar barn fær vistun á frístundaheimili þá berst boð á það netfang sem fylgdi skráningu barns. Boð þarf að staðfesta með svari innan þriggja daga.

...meira

31.3.2021 : Skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar eftir páska til 15. apríl

Ný reglugerð um skólahald grunnskóla kom út í dag, og gildir eftir páska fram til 15. apríl, sem færir þá niðurstöðu að grunnskólastarf hefst á þriðjudegi eftir páska líkt og í hefðbundnu skólaári. Kennsla hefst þó ekki fyrr en í þriðju kennslustund eða kl. 10 þann dag. Skólastarf er með hefðbundnu sniði, þ.e. full kennsla í öllum námsgreinum skv. stundaskrá (þó er beðið eftir að fá samþykki á því að opna megi sundlaugar fyrir grunnskólakennslu þótt þær séu lokaðar að öðru leyti og verður staðfest eftir páska). Engin grímuskylda er hjá nemendum þótt slíkt gildi fyrir starfsfólk í sameiginlegum rýmum og ef nánd við nemendur er minni en 2m við kennslu/samskipti. Tónlistarkennsla fer fram í grunnskólum líkt og áður og starfsfólk skólaþjónustu má fara í grunnskóla en foreldrar og aðrir gestir er óheimilt að koma í skólana á fundi, með fræðslu eða á viðburði. Starfsemi frístundaheimila er óbreytt en mögulega þarf í einhverjum tilvikum að takmarka stærð hópa svo þeir verði aldrei með fleiri en 50 börn sem reglugerðin miðar við sem hámarksfjöldi nemenda saman í kennslu eða viðburðum innan skóla, utan sameiginlegra rýma eins og matsals og ganga. Matarþjónusta verður óbreytt miðað við hefðbundna framkvæmd og hefst því með morgunávöxtum á þriðjudeginum í samræmi við áskriftir nemenda.

Varðandi leyfi fyrir nemendur, hvort heldur vegna veikinda eða annarra ástæðna, gilda sömu reglur og áður og engar sérstakar undanþágur eru í gildi vegna sóttvarnaáherslna.

Með von um gleðilega páska og bjartari stundir með vortímanum sem er fram undan.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar.

26.3.2021 : Fréttabréf


24.3.2021 : Skóli lokaður fram yfir páskaleyfi

Samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum frá ríkisstjórn landsins verður öllum grunnskólum lokað frá og með miðnætti í kvöld. Það þýðir að engin starfsemi verður í skólanum fram að páskaleyfi. Álfakot verður lokað í næstu viku.

English! Because of Covid 19 and increasing number of infected people in Iceland the goverment has decided to close all schools from midnight tonight march 23. Engidalsskóli and Álfakot will be closed until further notice. There will be no more school until after easter vacation and i will send you more information as soon as possible. Álfakot will also be closed.

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni

SMT skólafærni

Smt Skólafærni Smt_1507553270538 ...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

...meira

Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta ogReser allt starf skólans í anda þeirra. 
...meira

Fleiri tilkynningar


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is