21.10.2020 : Vetrafrí

Nemendur eiga frí 22. og 23. október og mæta aftur í skólann samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. október.

21.10.2020 : Skólasund og íþróttir

Næstu tvær vikur verður íþróttakennsla með sama sniði og verið hefur, það er útileikfimi bæði í íþróttatímum og sundtímum.

13.10.2020 : Stofnfundur foreldrafélags Engidalsskóla

Búið er að senda slóð á stofnfund foreldrafélags Engidalsskóla á alla foreldra. Fundurinn verður á Teams og hefst kl. 20:00 í kvöld. Á fundinum verða stjórnarmenn úr foreldrafélagi Víðistaðaskóla. Foreldrar eru hvattir til að mæta og taka virkan þátt í starfi félagsins.

11.10.2020 : Næstu dagar

Dagana fram að vetrafríi (22.-23. október) ætlum við að gera svolitlar breytingar á skipulagi stundarskráa og verðum mikið úti, Því þurfa allir að muna að klæða sig í samræmi við veður.

9.10.2020 : Skólasund og íþróttir falla niður

Skóla- og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins tekið þá ákvörðun að fella niður alla íþróttakennslu í skólum sem og allt starf þar sem blöndun ólíkra aldurshópa á sér stað. Allt íþróttastarf innandyra er fellt niður sem og skólasund. Öll íþróttakennsla í skólum mun fara fram utandyra að teknu tilliti til ítrustu sóttvarna.

Þar sem blöndun á sér stað í starfi á milli aldurshópa ber að aðlaga það þessum aðstæðum og fellur niður öðrum kosti:
• Frístundastarf
• Tónlistarstarf 

Frístundaheimilið Álfakot er opið þar sem þangað sækja bara börn af yngsta stigi Engidalsskóla.   

Verið er að slá skjaldborg um börn, starfsfólk grunnskóla og skólastarf. Andstæðingurinn er veiran og það er mikilvægt að sýna samstöðu og leggja allt á vogarskálarnar til að fækka smitum.

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni

SMT skólafærni

Smt Skólafærni Smt_1507553270538 ...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Víðistaðaskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

...meira

Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Víðistaðaskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta ogReser allt starf skólans í anda þeirra. 
...meira

Fleiri tilkynningar


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is