15.6.2021 : Njótið sumarsins

Starfsfólk Engidalsskóla þakkar nemendur, foreldrum, forsjáraðilum og öðrum þeim sem að skólastarfinu hafa komið fyrir samstarfið í vetur og hvetur ykkur til að njóta samveru með ykkar nánasta í sumar. Skóli hefst aftur 24. ágúst 2021 með samtali nemenda, foreldra/forsjáraðila og kennara, þið munuð fá boð um fundartíma síðar.

15.6.2021 : Óskilamunir

Hægt verður að nálgast óskilamuni í skólanum til og með 18. júní, eftir þann tíma munu þeir fara í fatasöfnun Rauðakrossins.

8.6.2021 : 5. bekkur heimsótti bæjarstjórann

5. bekkur í Engidalsskóla heimsótti bæjarstjórann okkar og afhenti henni bréf með óskum um að breyta malbikuðum fótbolta völlum á skólalóðinni í gervigrasvelli. Rósa tók vel á móti okkur og þökkum við henni fyrir spjallið.

...meira

3.6.2021 : Málörvun og Fjöltyngd börn

Fræðslu- og rannsóknastofa um þroska læsi og líðan barna og ungmenna hefur útbúið myndbönd fyrir foreldra barna á Íslandi. Verkefnið var styrkt af samfélagssjóði Háskóla Íslands. Markmiðið er að kynna niðurstöður íslenskra og erlendra hágæðarannsókna á einfaldan og hagnýtan hátt.

Þetta eru tvö myndbönd, annars vegar Málörvun leikskólabarna og hins vegar Fjöltyngd börn í íslenskum leik- og grunnskólum. Síðarnefnda myndbandið er með textum á ýmsum tungumálum. Myndböndin fjalla um það hvernig foreldrar geta stutt við málþroska barna sinna og þar með gengi þeirra í námi.

...meira

Fréttasafn


Tilkynningar eða annað efni

SMT skólafærni

Smt Skólafærni Smt_1507553270538 ...meira

Heilsueflandi grunnskóli

Engidalsskóli er heilsueflandi grunnskóliHeilsueflandi

...meira

Ábyrgð – Virðing – Vinátta

Leiðarljós Engidalsskóla eru: Ábyrgð – Virðing – Vinátta ogReser allt starf skólans í anda þeirra. 

...meira

Fleiri tilkynningar


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is