26.5.2023 : Sumarhátíð

Sumarhátíð foreldrafélagsins verður þriðjudaginn 30. Maí kl. 17-19. Hvetjum alla til að mæta, leika með krökkunum og kynnast öðrum foreldrum.

 

...meira

22.5.2023 : Skipulag skólastarfs vegna boðaðra verkfalla

Þriðjudagur 23. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og samkvæmt
stundaskrá frá kl. 12.00. Ekkert skólastarf er eftir fyrstu tvær kennslustundirnar fram til kl. 12.00.
Frístundastarf og opnun félagsmiðstöðva er óbreytt.
Miðvikudagur 24. maí. Skólastarf samkvæmt stundaskrá fyrstu tvær kennslustundirnar og ekkert
skólastarf eftir það. Frístundaheimili eru lokuð. Starfsemi félagsmiðstöðva er óbreytt.
Ljóst er að verkfallið hefur áhrif á gæslu, matmálstíma og stuðning við einstaka nemendur. Mögulegt er
að skólinn muni hafa samband við foreldra barna með miklar sértækar stuðningsþarfir.
Búast má við að engin símsvörun verði meðan verkföll standa.
Verði verkfalli aflýst er skólastarf með óbreyttum hætti.
Foreldrar og forsjáraðilar eru hvattir til að fylgjast vel með gangi mála.

Skólastarf í verkfalli - Scools during strikes

...meira

19.5.2023 : Skólaslit 6. júní

Búið er að uppfæra skóladagasal 2022-2023, skólaslit verða ekki 7. júní eins og til stóð heldur síðdegis 6. júní.

Skólaslitin verða á sal og skiptast svona upp:
1.-2. bekkur kl. 16:30
3.-4. bekkur kl. 17:30
5.-6. bekkur kl. 18:30
7. bekkur kl. 20:00

...meira

15.5.2023 : Boðað verkfall aðildarfélaga BSRB

Aðildarfélagar BSRB sem starfa í grunnskólum og frístundaheimilum (skólaliðar, stuðningsaðilar og
frístundaleiðbeinendur) í Hafnarfjarðarbæ hafa boðað til verkfalls eins og hér segir:
Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023.
Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023.
Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023.

Upplýsingar vegna boðaðs verkfalls aðildarfélaga BSRB

...meira

Fréttasafn


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is