27.3.2023 : Páskabingó


22.3.2023 : Árshátíð Engidalsskóla

Árshátíð Engidalsskóla verður haldin dagana 23. og 24. mars.
Yngstastig sýnir 23. mars og eru foreldrar nemenda í 1.-2. bekk velkomnir kl. 8:30 og foreldrar barna í 3.-4. bekk kl. 9:30.
Miðstig sýnir tvær sýningar 24. mars og foreldrar barna í 5. bekk eru velkomnir kl. 9:00, foreldrar barna í 6. bekk eru velkomnir kl. 10:30 og forelrar nemenda í 7. bekk geta valið um á hvora sýninguna þeir mæta 24. mars.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og njóta með okkur.

22.3.2023 : Sigurvegarar skólans í stóruupplestrakeppninni

Í gær tóku sigurvegarar skólans í stóruupplestrakeppninni þátt í lokahátíð keppninar í Víðistaðarkirkju þar sem tveir af bestu lesurum 7. bekkjar úr hverjum skóla voru saman komnir. Þetta voru þær Karítas Ýr Ingimundardóttir og Stefanía Vala Rósardóttir og stóðu þær sig með miklum sóma. Á myndinni eru þær með kennaranum sínum Írisi Önnu Randversdóttur.

 

...meira

17.3.2023 : Úrslit skákmóts í Engidalsskóla

Í gær var haldið skákmót í skólanum og voru úrslit þess notuð til að velja lið sem keppa un á grunnskólamóti Kiwanisklúbbsins Hraunborgar miðvikudaginn 22. Mars næstkomandi. Við óskum liðismönnum til hamingu og óskum þeim góðs gengis í komandi móti.

Skáksveit Engidalsskóla

Bartos Baginski 7. bekk

Karl Óðinn Eyjólfsson 7. bekk

Ferdinand Atli Hansen 7. bekk

Peter Martisovic 5. bekk

Varamenn:

Matthías Nói Gestsson 6. bekk

Stefnir Hugason 7. Bekk

Fréttasafn


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is