Fréttir

12.9.2023 : Líðanfundir/haustfundir

Í vetur ætlum við að prófa að halda líðanfundi að hausti með foreldrum, umsjónarkennurum og skólastjórnanda. Þessir fundir koma í stað hinna hefðbundu haustfunda. Fundirnir munu byrja á stuttu innleggi skólastjóra á sal en svo fara foreldrar með umsjónarkennurum og einum skólastjórnanda í bekkjarstofur þar sem foreldrar ræða barnahópinn í heild og deila líðan sinna barna. Þessir fundir hafa mælst mjög vel fyrir í þeim skólum þar sem þeir eru hefð. Mikilvægt er að það mæti allavega einn frá hverjum nemanda.

1.-2. bekkur - 17:30 12. september þriðjudagur

3.-4. bekkur - 17:30 13. september miðvikudagur

5.-6. bekkur - 17:30 18. september mánudagur

7. bekkur - 17:30 2. október

...meira

8.9.2023 : Fréttabréf sept

9.8.2023 : Skólabyrjun

Skólahald í Engidalsskóla hefst á foreldrasamráðsfundum 23. ágúst. Þá funda nemendur, foreldrar og umsjónarkennarar um komandi vetur. Mikilvægt er vera búin að velta því fyrir sér hvað væntingar foreldrar og nemendur hafa til komandi skólaárs. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst.

...meira

Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is