Dagar í desember 2018

7.12.2018

Nú líður að jólum og undirbúningur farinn af stað í skólanum. Nemendur eru þessa dagana að setja skólann í  „jólafötin“ og skólinn orðinn jólalegur.

Vinabekkir hittust á sal föstudaginn 30. nóvember í Engidal  og miðvikudaginn 5. desember við Víðistaðatún og sungu inn aðventuna og var þar fjölmennur kór samankominn, um 600 börn. Framundan er jóladagskrá með upplestri, samveru og samsöng ásamt því að föndra eitthvað smávegis og búa til jólakort.

Föstudaginn 7. desember

Nemendur og starfsfólk mæta í einhverju jólalegu eða rauðu í skólann.

Aðventudagur fjölskyldunnar í 1.-4. bekk á báðum starfsstöðvum klukkan 12.00-13:10

Miðvikudaginn 12. desember

Helgileikur.

Nemendur í 5. bekk flytja helgileikinn í kirkjunni fyrir nemendur í 1. – 7. bekk og skólahópa úr leikskólunum í skólahverfinu okkar.  Kór úr 4. bekk syngur.

5. SÞ flytur kl. 8.30

5. KH flytur kl. 9.15

5. SF flytur kl. 10.00

5. AS flytur kl. 10.45

Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir í kirkjuna.

Jólabingó kl. 17. Stjórn nemendafélagsins heldur bingó fyrir alla nemendur skólans, sem fjáröflun fyrir þá sem minna mega sín. Foreldrar/forráðamenn og systkini eru velkomin.

Föstudaginn 14. desember

Jólamatur hjá Skólamat. Nemendum sem ekki eru í áskrift býðst að kaupa matarmiða á 600 krónur. Vinsamlegast athugið að skipta þarf út venjulegum matarmiðum í hátíðarmiða fyrir miðvikudaginn 12. desember.

Miðvikudaginn 19. desember

Síðasti kennsludagur fyrir jól. Í unglingadeild verður kennt til kl. 12.10. Eftir hádegi eru æfingar á sviði, generalprufa og undirbúningur fyrir jólasýningu kvöldins og jólaballið.

Foreldra- og nemendasýning byrjar kl. 19.30 í íþróttahúsi skólans. Eftir sýningu verður boðið upp á kaffi og gotterí fyrir foreldra. Jólaball fyrir unglingadeildina stendur til kl. 22.00.

Fimmtudagurinn 20. desember

Stofujól og dansað í kringum jólatréð:

1. – 4. bekkur í Engidal frá 8.30 – 10.00

1. – 4.bekkur við Víðistaðatún frá 10.00 – 11.30

5. bekkur 11.00 – 12.30

6. bekkur 11.30 – 13.00

7. bekkur 12.00 – 13.30

Skóli hefst aftur samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 3. janúar 2019. 

Með ósk um gleðileg jól, 

skólastjóri og starfsfólk. 

 


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is