Dagur íslenskrar náttúru

21.9.2019

Mánudaginn 16. september átti skólinn okkar, Víðistaðaskóli afmæli og var þá líka dagur íslenskrar náttúru. Skólinn okkar varð 49 ára, s.s. ekkert stórafmæli en við ákváðum að fagna afmælinu og íslenskri náttúru með því að halda náttúruþing í öllum árgöngum skólans. Það voru tveir og tveir árgangar saman með sitt þing. Sveinn Ísak sem er starfsmaður hjá okkur í skólanum kom með æðislega kynningu enda er hann mikill umhverfissinni og áhugamaður um náttúru og hefur viðað að sér mikilli þekkingu um þessi málefni. Hann náði að kveikja mikinn neista hjá nemendum en allir nemendur skólans hlustuðu á mál hans. Svo var rætt saman í hópum og þá var meðal annars rætt um hvort nemendur hafi áhyggjur af náttúrunni, hvað þeir geti lagt af mörkum og fleira í þessum dúr. Nemendur stóðu sig mjög vel og megum við til með að hæla Sveini sem stóð sig afbragðs vel


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is