Endurskinsmyndir

1.11.2018

Nemendafélagið og unglingadeild Víðistaðaskóla er í fjáröflun þessa dagana og eru 

Nemendafelag-Vidistadaskola-1-

að selja endurskinsmyndir. Næstu vikur ætla þau að ganga í hús í norður- og vesturbænum að selja myndirnar. Endurskinsmyndirnar eru límmiðar með merki skólans sem hægt er að líma á flíkur eða skólatöskur. Límmiðarnir kosta 1000 kr stk annað hvort ein stór mynd eða tvær litlar. Ef áhugi er fyrir hendi 

er hægt að senda póst á hraunidhraunsson@gmail.com og panta fyrirfram nú eða taka vel á móti nemendum sem banka upp á hjá ykkur. 


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is