Fáum við nýjan Grænfána?

20.11.2018

Á næstu dögum fundar Umhverfisnefnd skólans með fulltrúa frá Landvernd og verður þá úr því skorið hvort að skólinn fái áfram að vera Grænfánaskóli.

Starfstöðin í Engidal hefur haft Grænfánann síðan árið 2000 en starfstöðin við Víðistaðatún síðan 2014.

Fulltrúar unglingadeildar í Umhverfisnefnd Víðistaðaskóla veturinn 2018-19 hittust á fundi á dögunum og fór hluti hópsins í eftirlitsferðir í bekkjarstofur unglinga. Nánast allir bekkir komu vel út úr því eftirliti, einn bekkur fékk frest til að bæta flokkun í sinni stofu. Nú leggjum við öll áherlsu á að ganga vel um skólann úti sem inni, flokka rusl og spara orku eins og kostur er. Umhverfismál eru rædd í bekkjunum og þurfa allir að horfa til framtíðar hvað þau varðar, bæði fullorðnir og krakkar.

Unglingarnir sem eru í nefndinni eru:

8. bekkur:

Ísabella Sól og Alexander 8. MG

Karen og Hrefna Lind 8. KE

Skúli Þór og Karl Sæmundur 8. SEG

9. bekkur:

Hulda og Theódór Snær 9. RB

Steinunn, Kamilla og Eydís 9. KGU

Kristófer og Andri 9. SHS

10. bekkur

Alex Már og Egill 10. SR

Stefanía og Rebekka Rún 10. MS

Helga og Elvar Ágúst 10. BMV

 Graenfani_1542701956413

Hér sést hópurinn sem hittist í síðustu viku en á myndina vantar Andra, Kristófer og Rebekku.


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is