Hafragrautur á morgnana

21.8.2019

Kæru foreldrar/forráðamenn

Hafnarfjarðarbær býður öllum grunnskólabörnum í Hafnarfirði upp á hafragraut á morgnana sem er borinn frá frá klukkan 7:50 til 8:10 alla skóladaga og byrjum við fyrsta kennsludag á því.

Grauturinn verður afgreiddur í matsal skólans.

Foreldrum stendur til boða að kaupa ávaxta- og grænmetisáskrift fyrir börn sín í morgunhressingu og fer skráning fram á áskriftarformi á heimasíðu Skólamatar www.skolamatur.is

Við í skólanum hvetjum foreldra til að nýta sér þetta góða boð og kaupa ávaxta- og grænmetisáskrift fyrir börnin.

Ef spurningar vakna, eða þið eruð með ábendingar eða athugasemdir varðandi hafragrautinn eða ávaxtaáskriftina þá hvetjum við ykkur til að senda þær á skolamatur@skolamatur.is

Áskriftin opnar 22. ágúst 2019.


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is