• Hvað getum við gert í umhverfismálum?
    Hvað getum við gert í umhverfismálum?

Hvað getum við gert í umhverfismálum

7.6.2019

Helgu Aradóttur nemanda í 10. bekk datt í hug að setja upp kassa á bókasafni skólans til að safna hugmyndum frá nemendum varðandi umhverfismál. Tilefnin voru Dagur umhverfisins og Dagur jarðar sem voru í lok apríl. Í kassann máttu nemendur skólans setja hugmyndir hvernig hægt er að bæta umhverfismálin, inni sem úti.

Hún fékk þrjár skólasystur í lið með sér og komu þær kassanum og fleiru haganlega fyrir á bókasafninu, eins og sjá má á myndinni. Frá vinstri eru Helga, Guðný Kristjana og Bjarney. Það vantar Diljá Dröfn á myndina, en þær þrjár aðstoðuðu Helgu í þessu fína verkefni. Þakkir til ykkar stelpur fyrir frumkvæði og faglega vinnu.

Fjölmargar og fjölbreyttar hugmyndir bárust. Þær voru skrásettar og afhentar Grænfánanefnd skólans. Hér eru nokkrar:

  • Taka upp plast á jörðinni og ekki henda rusli í náttúruna.
  • Tína rusl og bjarga náttúrunni.
  • Labba í vinnuna og skólan og ekki nota bíl.
  • Allt of mikið af mat hent í matsal.
  • Hætta plastnoktun.
  • Haft einn eða fleiri dag í mánuði sem plokkunardag.
  • Nota lífræna poka.
  • Nota hjól ekki bíla.
  • Ganga frá plasti.
  • Hætta að nota bensínbíla og hafa frekar rafmagnsbíla.
  • Bara hættum þessu ógeði.
  • Hætta að nota plast.
  • Hættið í bara að vera leiðinleg við JÖRÐINA.
  • Nota hjól ekki bíl
  • Hætta að drepa svona mörg dýr.
  • Vegan, hætta nota rör, flokka rusl nota minna bíla, færri byggingar, endurnýtum föt, planta fleiri plöntum, og ekki stríða.
  • Búa til rafmagns ruslubíla sem taka upp rusl á götum.
  • Minnka bíla og minnka veiðar á dýrum sem gera mikið gagn.
  • Ég vil að fólk noti minna bíla og labbi eða hjóli. Að verksmiðjur minnki alla mengun og að fólk hugsi miklu meira um jörðina sína því hún er eina plánetan sem mannfólk getur verið á.

 


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is