Nemendalýðræði í Víðistaðaskóla

4.4.2019


Í Víðistaðaskóla er unnið í anda nemendalýðræðis en þann 2. október var haldið skólaþing í samstarfi við félagsmiðstöðina Hraunið í fyrsta skipti fyrir unglingadeild skólans.
Umræðuefnið í ár var skólabragur, námið og tómstundir og félagsstörf.Þingið hófst þannig að allir nemendur í 8.-10.bekk komu í hátíðarsal skólans þar sem nemendur fengu kynningu á efni þingsins og vinnubrögðum á þinginu. Nemendur fengu útskýringu á hugtakinu lýðræði og hvað lýðræðisleg vinnubrögð eru. Eftir þingið var stofnuð lýðræðisnefnd Víðistaðaskóla og var einn fulltrúi úr hverjum bekk kosinn í nefndina.Fundað var nokkrum sinnum með fulltrúum lýðræðisnefndar þar sem farið var yfir hugmyndirnar sem komu fram á skólaþinginu og þær flokkaðar í hvað væri raunhæft og óraunhæft.
Fulltrúum nefndarinnar þóttu þessi nefndarstörf ansi mikilvæg og þótti gott að sitja fundi með skólastjóranum, deildastjóra unglingastigs og aðstoðarverkefnastjóra Hraunsins og ræða málin á jafningjagrundvelli.
Unnið var úr hugmyndunum frá þinginu og þær settar á veggspjald til að hengja á lýðræðisvegg skólans. Undirbúin var einnig kynning á niðurstöðum þingsins fyrir nemendur skólans en nemendur lýðræðisnefndarinnar báru þungann
af úrvinnslunni og kynntu hugmyndirnar.
Þriðjudaginn 12. febrúar komu allir í unglindadeildinni í hátíðarsal skólans þar sem fulltrúar lýðræðisnefndarinnar fóru yfir hvað hefði verið samþykkt að vinna að, hvað væri þegar búið að gera og hvað væri óraunhæft.Nemendur og stjórnendur voru sammála um að þessi vinna í anda lýðræðis hefði verið bæði skemmtileg og fræðandi fyrir alla aðila og það verður gaman að endurtaka leikinn á næsta ári.


55949083_807562866287788_262390182156697600_o56236073_807562486287826_1521399818516168704_o


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is