Samræmt próf í dag upplýsingar

7.3.2018

Eins og flestir hafa kannski rekið augun í voru tæknilegir örðuleikar á vegum menntamálastofnunar (mms.is) í morgunn þegar samræmt próf fór fram. Þessi bilun orsakaði mikla truflun og komust sumir nemendur mjög seint inn í prófið. Án þess að fara nánar út í smáatriði (hægt að lesa um þetta á helstu fréttamiðlum) þá viljum við benda á að unglingarnir stóðu sig FRÁBÆRLEGA! í þessum aðstæðum. Voru róleg og yfirveguð þrátt fyrir miklar truflanir og stóðu sig með algjöri prýði. Prófið gekk mjög vel fyrir sig þegar loksins var hægt að opna það og helst dagskrá næstu daga óbreytt og reiknað með að búið sé að leysa þessi tæknivandamál.

Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is