Skólasetning

2020

23.8.2020

 Þriðjudaginn 25. ágúst verður skólasetning hjá nemendum í 2.-6. bekk og mæta þeir svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 26. ágúst. Skólasetning hjá nemendum 1. bekkjar verður miðvikudaginn 26. ágúst og hefst kennsla svo í beinu framhaldi. Foreldrar nemenda í 1. bekk hafa verið boðaðir í sérstaklega í viðtal hjá umsjónarkennara 24. eða 25. ágúst.
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu hefur verið ákveðið að leyfa einungis einum aðila að fylgja hverju barni í 1. bekk á skólasetninguna og að þessu sinni er þess óskað að foreldrar mæti ekki á skólasetningu með börnum í 2.-6. bekk nema mjög brýna nauðsyn beri til.

25. ágúst kl. 8:10 - 9:10 skólasetning 2.-3. bekkur
25. ágúst kl. 8:30 - 9:30 skólasetning 4.-6. bekkur
26. ágúst kl. 8:10 kennsla samkvæmt stundatöflu 2-6. bekkur
26. ágúst kl. 8:30 skólasetning 1. bekkur, kennsla samkvæmt stundaskrá í framhaldi

Skólastjórnendur grunnskóla í Hafnarfirði hafa sannmælst um að óska eftir því við foreldra að lágmarka komur sínar í skólana á meðan ástandið í þjóðfélaginu er eins og það er. Þurfi foreldrar að koma skilaboðum eða búnaði til barna sinna eru þeir beðnir að setja sig í samband við ritara í aðalinngangi skólans sem mun aðstoða við að leysa þess háttar mál. Símanúmer skólans er 5554433 og netfang endgidalsskoli@engidalsskoli.is

Kennsla mun hefjast með nokkuð hefðbundnum hætt. Gerðar hafa verið ráðstafanir um aukin þrif í skólum auk þess sem starfsmenn verða með sótthreinsibrúsa víða um skólann. Komi til þess að tilmæli komi frá sóttvarnaryfirvöldum að gera breytingar á skipulagi skólahalds verður virkjuð aðgerðaráætlun sem þegar er til staðar.
     


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is