Skólaslit í Engidalsskóla verða 9. júní

1.6.2022

Skólaslit í Engidalsskóla verða 9. júní nk. Athöfnin verður fjórskipt og eru foreldrar/forsjáraðilar velkominn með nemendum. Byrjað verður á stuttu ávarpi skólastjóra og í framhaldi af því tónlistaratriði í flutningi nemenda.

Eftir tónlistaratriðið munu umsjónarkennarar afhenda vitnisburð og að lokum munum við syngja saman texta sem hún Anna tónmenntakennari við skólann samdi um Engidalsskóla. Við lítum á þetta sem einn af hátíðisdögum skólaársins og hvetjum nemendur til að mæta prúðbúna á skólaslitin.

kl. 08:30 Skólaslit 1.- 2. bekkur.

kl. 09:30 Skólaslit 3.- 4. bekkur.
kl. 10:30 Skólaslit 5.- 6. bekkur.

kl. 13:00 Skólaslit 7. bekkur

Opið er í Álfakoti 8:10-13:00 þennan dag.

 


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is