Stóra upplestrarkeppnin

10.3.2022

Í dag var undankeppnin fyrir Stóru upplestrarkeppnina. Margir nemendur í 7. bekk tóku þátt og stóðu sig með stakri prýði, bæði í upplestri og ekki síður sem hlustendur. Dómnefnd valdi þrjá fulltrúa, tvo sem taka þátt í aðalkeppninni sem fer fram í Víðistaðkirkju síðar í þessum mánuði og einn fulltrúa til vara.


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is