Vinavika

4.11.2019

Í Víðistaðaskóla er hefð fyrir því að byrja vinavikuna á því að syngja saman lög sem tengjast vináttunni.

Við setjum af stað vinabekkjaverkefnið okkar þar sem eldri vinir sækja yngri vini til að fara saman í sönginn á sal.

Í vinaviku leggjum við áherslu á að fjalla um og vinna með vináttuna og góð samskipti við fjöllum einnig um einelti og förum yfir eineltishringinn.

Í öllu okkar starfi leggjum við áherslu á leiðarljósin okkar Ábyrgð – virðing – vinátta.

Með vinakveðjum frá skólastjóra

 

 

 


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is