Nestismál

Nestismál

Eins og fram hefur komið í síðustu tveimur fréttabréfum skólans leggjum við mikla áherslu á að nemendur borði hollan og næringarríkan mat á skólatíma. Rannsóknir sýna að vel nærð börn eiga betra með að einbeita sér auk þess sem góð næring getur haft áhrif á lærdómsgetu og bætta hegðun.

Morgunnesti

Þau börn sem ekki velja að vera í ávaxtaáskrift á morgnanna geta haft með sér ávexti, ber, grænmeti, egg, gróft brauð með áleggi eða annarskonar kornmeti. Við leggjum til að sykraðar mjólkurvörur komi ekki í skólann heldur séu til spari heima. Við minnum á að skólinn er hnetulaus og því getum við ekki leyft hnetur þó svo þær séu hollar og góðar.

Hádegisnesti

Þau börn sem velja að vera ekki í mataráskrift verða að koma með hollt og gott nesti til að neyta í hádeginu. Mjög sniðugt er að koma með afganga frá kvöldinu áður, heimilismat, matarmiklar samlokur eða vefjur, egg, grænmeti, ber og ávexti. Mikilvægt er að reyna að hafa nesti úr sem flestum fæðuflokkum. Í matsal nemenda geta þau grillað samlokur og hitað mat í örbylgjuofni.

Við þennan texta er nauðsynlegt að bæta að við teljum næringarsnauðar pizzur (Á ekki við um heimagerðar) og núðlusúpur eitthvað sem hentar nemendum ekki sem þurfa að geta einbeitt sér við nám og leik. Lesið innihaldslýsingar og hvetjið börnin til að gera það líka.

Auðvelt er að finna góðar hugmyndir með aðstoð internetsins.

Slóðir á nokkrar síður sem gætu aðstoðað.

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item20821/Lei%C3%B0beiningar%20um%20hollt%20og%20gott%20nesti%20(2017).pdf

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25796/R%C3%A1%C3%B0leggingar%20um%20matar%C3%A6%C3%B0i%20LR_20.01.2015.pdf

https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/naering/

https://www.landlaeknir.is/heilsa-og-lidan/verkefni/item12346/Heilsueflandi_grunnskoli

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item17906/faeduhringur%20loka%20veggspjald.pdf


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is