Skýr mörk

Við í Engidalsskóla erum ekki með eiginlegar skólareglur en fari nemendur yfir skilgreind skýr mörk er gripið inn í og nemendum er þá vísað til skólastjórnanda sem ákveður næstu skref. Foreldrar eru boðaðir til fundar með nemendum og áætlun gerð um það sem betur má fara. Mikilvægt er að allir séu meðvitaðir um þetta.

Í Engidalsskóla viljum við:

  • Ekkert ofbeldi hvorki líkamlegt né andlegt

  • Engin barefli né önnur vopn

  • Engin ávana- eða fíkniefni þar með talið áfengi, tóbak og rafrettur

  • Engar alvarlegar ögranir eða hótanir

  • Engin skemmdarverk

  • Enga áhættuhegðun

  • Engan þjófnað


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is