Grænfáninn

Engidalsskóli er þátttakandi í verkefni Landverndar, sem kallast Skólar á grænni grein og fær þess vegna að flagga Grænfánanum. Skólinn hefur fengið fánann átta sinnum.

Til þess að fá að starfa sem viðurkenndur Grænfánaskóli þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Það þarf að sækja um endurnýjun Grænfánans á tveggja ára fresti.

Markmið skóla á Grænni grein eru að:

Bæta umhverfi skólans.

Minnka úrgang og notkun á vatni og orku.

Efla samfélagskennd innan skólans.

Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.

Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.

Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

Hér er linkur inn á heimasíðuna hjá Landvernd þar sem nánar er hægt að lesa meira um Grænfánann eða verkefnið Skólar á grænni grein: Skólar á grænni grein

Hreinsun á lóð:

Til þess að tryggja það að skólalóðin okkar sé hrein og laus við rusl, allt árið um kring ber hver árgangur skólans ábyrgð á einum ákveðnum mánuði:

Til að hafa skipulagið eins einfalt og hægt er, þá sér hver árgangur um þann mánuð sem ber sama tölustaf:

1. bekkur sér um að hreinsa lóðina 1. mánuð ársins sem er janúar.

2. bekkur - febrúar

3. bekkur - mars

4. bekkur - apríl

5. bekkur - maí

6. bekkur - júní

8. bekkur - ágúst

9. bekkur - september

10. bekkur – október

Nemendur, foreldra, kennarar og allir sem koma að skólasamfélaginu eru hvattir til að:

· Flokka – endurvinna og endurnýta.

· Kaupa ekki meira af fötum og hlutum en þörf krefur.

· Kaupa notuð föt og hluti frekar en ný.

· Sóa ekki mat.

· Nota eins lítið plast og mögulegt er.


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is