Þráðlausa netið

Í Engidalsskóla er þráðlaust net sem er til notkunar fyrir starfsmenn og nemendur í tengslum við skólastarfið.

Um notkun nemenda á þráðlausa netinu gilda skólareglur og almennar tölvureglur. Nemendur fá eða hafa þegar fengið  aðgangsorð hjá umsjónarkennara til að komast inn á þráðlausa netið með tækjum skólans. Sérhver nemandi  er auðkenndur á þráðlausa netinu og ábyrgur fyrir eigin netnotkun. Umsjónarkennarar yngri nemenda halda utan um aðgangsorð þeirra og stýra aðgengi eftir því hvað verið er að gera hverju sinni í kennslustund. Nemendur hafa fyrst og fremst aðgang að netinu til að stunda nám sitt og því eru takmarkanir á notkun netsins í öðrum tilgangi. Nemendum er einungins heimilt að nota tæki skólans við námið.

Að ala börn upp í ábyrgri netnotkun og stafrænni borgaravitund er sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Það er því mikilvægt  að rætt sé við börnin heima um ábyrga netnotkun, fylgist vel með netnotkun þeirra og leiðbeinið þeim jafnt og þétt. Við ræðum þessi mál reglulega í skólanum og  mun sú umræða halda áfram að þróast eftir því sem þörf krefur. Með því að takast á við nýja hluti öðlumst við aukna víðsýni og opnum fyrir nýjar leiðir í náminu en við eigum áreiðanlega eftir að rekast á hindranir sem við tökumst á við og leysum.


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is