Rýmingaráætlun Engidalsskóla

Í Engidalsskóla er viðurkennt brunaviðvörunarkerfi útiljós og neyðarlýsing. Flóttaleiðir eru ein eða fleiri. Í hverri stofu skólans er lýsing á fyrstu viðbrögðum. Þar eru einnig nafnalistar og rautt/grænt spjald sem segir til um það hvort allir nemendur hafi skilað sér á sitt söfnunarsvæði. Allir kennarar þurfa að sjá til þess að nafnalistar, rautt og grænt spjald ásamt rýmingaráætlun séu í þeim stofum sem þeir kenna í.

Viðbragðsáætlun við eldsvoða eða hættuástandi

Ef um eldsvoða eða hættuástand er að ræða ber að undirbúa rýmingu skólans samstundis.

Þegar brunaviðvörunarkerfi fer í gang fara nemendur eftir fyrirmælum kennara eða starfsfólks skólans.

  1. Ef ekki er um hættuástand að ræða þá eftirfarandi:
    1. Koma skilaboðum um það í kennslustofur með símkerfinu.
    2. Almenn svæði (eru m.a. matsalur og gangar). Stjórnendur láti vita að allt sé í lagi.
    3. Íþróttahús og Álfakot: Starfsfólk skrifstofu kemur skilaboðum til þeirra sem þar eru.

Ef brunaviðvörunarkefið fer í gang skal unnið eftir eftirfarandi ferli:

  1. Kennari undirbýr rýmingu þegar brunaviðvörunarkerfi fer í gang og fer eftir því ferli sem hér er listað. Muna eftir að taka nafnalista. Brunabjallan fer af stað einu sinni og ekki er slökkt á henni fyrr en rýming hefur átt sér stað nema ef ekki er um hættuástand að ræða þá koma skilaboð um það í gegnum símkerfið og slökkt verður á bjöllunni. Skólastjóri, staðgengill eða umsjónarmaður húsins slekkur þá á brunabjöllu, kannar orsök og hvort um hættuástand er að ræða.
  2. Kennari athugar hvort að leið sé greið úr kennslustofu. Nemendur fara í röð og kennari tekur nafnalista og rautt/grænt spjald.
  3. Ef reykur er á göngum hússins þarf að bíða eftir aðstoð slökkviliðs. Bíða skal við glugga, björgunarop og koma fyrir veifu svo slökkvilið sjái að einhver er inni. Annars velur kennari þá leið sem greiðust er.
  4. Skólastjóri/staðgengill eða húsvörður hefur samband við 112, tilkynnir um eldinn og gefur skýringar á brunaboðinu eins og hægt er, í hverju er kviknað og hvar. Skrifstofustjóri/ritari tekur með sér skráningarbók fjarvista ásamt nafnalistum nemenda og starfsfólks. Starfsfólk rýmir skólann og fer á söfnunarsvæðið á miðri skólalóðinni.
  5. Hver kennari er ábyrgur fyrir þeim hópi sem hann er að kenna hverju sinni og kemur honum út á söfnunarsvæðið og stendur fremst og hópurinn í röð fyrir aftan hann. Kennarinn sem er ábyrgur fyrir hópnum fer yfir nafnalistann og aðgætir hvort allir nemendur hafa komist út. Ef einhvern vantar skal kennarinn rétta upp rautt spjald. Ef engan vantar er rétt upp grænt spjald.
  6. Á söfnunarsvæði hefur hver árgangur sitt svæði og eiga nemendur að raða sér þar í röð, þannig að 1. bekkur er næst leikskólanum og svo koll af kolli og endar á 7. bekk.
  7. Ef hættuástand skapast utan kennslustundar skulu kennarar og starfsfólk hjálpast að við rýmingu og koma nemendum á söfnunarsvæðið.
  8. Starfsmenn sem ekki eru með hópa raða sér á svæði sem merkt er hóll á söfnunarsvæðinu og er næst skólanum. Ritari fer yfir nafnalista starfsfólks og lætur vita.
  9. Skólastjóri eða staðgengill hans fer á milli hópa og fær upplýsingar um hvort allir hafi skilað sér út eða hverja vantar. Jafnframt skal farið yfir lista starfsfólks og athugað hvort allir hafi skilað sér eða hve marga vantar. Skólastjóri kemur upplýsingum til slökkviliðs.
  10. Eftir manntal er farið með nemendur í matsal að Hjallabraut 33. Beðið skal eftir að varðstjóri gefi leyfi til skólastjórnenda um hvort að hægt sé að fara inn í bygginguna aftur.

Hafnarfirði september 2020

Öryggisteymi Engidalsskóla


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is