Reiðhjól, léttbifhjól, hjólabretti, hlaupahjól og línuskautar

1. bekkur

Samkvæmt 40. grein umferðarlaga mega nemendur yngri en 7 ára ekki vera ein á reiðhjóli í umferðinni nema með leiðsögn og undir eftirliti aðila sem náð hefur 15 ára aldri. Vegna þessa mega nemendur í 1. bekk ekki ferðast á reiðhjóli til og frá skóla nema undir eftirliti fullorðins einstaklings.

Nemendur sem koma á hlaupahjóli í skólann bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum.

2. – 4. bekkur

Nemendum í þessum bekkjum er heimilt að hjóla í umferðinni samkvæmt umferðarlögum. Ef  foreldrar  kjósa að senda börnin sín í skólann á hjóli þá er það á þeirra ábyrgð. Reiðhjólum skal leggja í hjólagrindur eða við grindverk og læsa. Nemendur sem koma á hlaupahjóli í skólannbera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum.

5. – 7. bekkur

Nemendum í þessum bekkjum er heimilt að koma á hjólum í skólann. Reiðhjólum skal leggja í hjólagrindur  eða við grindverk og læsa. Reiðhjólin má ekki nota á skólatíma (á einnig við um frímínútur). Nemendum er þó heimilt að nota hjólin til að fara til og frá Sundhöllinni.  Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum.

Þessum bekkjum er einnig heimilt að koma á hjólabretti, hlaupahjóli og línuskautum í skólann. Nemendum í 5. - 7. bekk er heimilt að nota hjólabrettin, hlaupahjólin og línuskautana í frímínútum  á haustin og vorin, eingöngu á brettasvæðinu (hólnum) fyrir framan skólann.  Mikilvægt er að nemendur noti öryggisbúnað, svo sem hlífar og hjálma og eru foreldrar beðnir um að ganga eftir því við sín börn að fara eftir þeim tilmælum sjá reglurgerð um notkun á hlífðarhjálmum við hjólreiðar fyrir börn undir 15 ára aldri: https://www.samgongustofa.is/media/log-og-reglur-i-umferdarmalum/631_1999.pdf.

Nemendur verða að vera orðnir13 ára til að koma á léttu bifhjóli í flokki 1 í skólann en verða að fylgja reglum sem gilda um notkun slíkra hjóla sjá:

https://eplica.samgongustofa.is/media/umferd/Lett-bifhjol-i-flokki-I.2017.3.pdf




Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is