Nemendur í Engidalsskóla

Í vetur eru 186 nemendur í skólanum.

Skólinn er staðsettur í hrauninu í Engidal, umvafinn mjög fjölbreyttum náttúrulegum og manngerðum svæðum til gagns og ánægju fyrir þá sem í honum nema og starfa.

Engidalsskóli er grunnskóli með bekkjardeildir 1. – 6. bekk. Í skólanum er litið á árgang sem eina heild ýmist með einum eða fleiri umsjónarkennurum.

Foreldrar nemenda í 1. - 4. bekk gefst kostur á að kaupa vistun í Álfakoti sem er frístundarheimili staðsett á neðri hæð skólans.

Hlutverk grunnskólans er ákvarðað í Lögum um grunnskóla og þar segir í 2. grein: „Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun”.

Í Engidalsskóla er lögð áherslu á að undirbúa nemendur undir framtíðina á lýðræðislegan hátt.

Leiðarljós Engidalsskóla eru:

Ábyrgð Virðing Vinátta

Þau marka starfsáætlun skólans.

Ábyrgð: Nemendum eru falin ábyrgðarhlutverk og læra að bera ábyrgð á ákveðnum verkum sem og á námi sínu.

Virðing: Nemendur temji sér að bera virðingu fyrri sjálfum sér og öðrum, eigum annarra og umhverfi sínu.

Vinátta: Nemendur rækti með sér umburðarlyndi, kurteisi og vinsemd í garð allra.

Við fögnum fjölbreytileikanum og komum til móts við ólíkar þarfir nemenda með skiptingu árgangs í minni námshópa og með því að hafa viðfangsefni fjölbreytt og einstaklingsmiðuð. Með því teljum við að lagður sé grundvöllur að sjálfstæðri hugsun nemenda og hæfni þeirra til samstarfs við aðra sem og búi þá undir líf og starf lýðræðisþjóðfélagi.


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is