Nemendaverndarráð

Í Engidalsskóla er starfandi nemendaverndarráð, í því sitja; skólastjóri, deildarstjóri, deildarstjóri stoðþjónustu og deildarstjóri Frístundaheimilis.

Starfsreglur nemendaverndarráða við grunnskóla Hafnarfjarðar

 

Í skólanum er nemendaverndarráð sérstakur vettvangur til að vinna að hagsmunum nemenda, vernd og öryggi í skólastarfi sbr. reglugerð 584/2010.

Starfsreglur nemendaverndarráðs skiptast í fimm þætti; þe. hlutverk, skipan, fundi, málavísan og málaafgreiðslu.

*Hlutverk nemendaverndarráðs er meðal annars: Að gæta hagsmuna nemenda í skólanum, vernda þau og styðja með því að; taka við tilvísunum nemenda sem þurfa stuðning vegna líkamlegra, félagslegra og / eða sálrænna erfiðleika.

Samræma og samhæfa þjónustu skóla við nemendur sem eiga við náms- og eða tilfinningalegan vanda að etja.

Meta þörf nemenda fyrir greiningu sérfræðinga (sálfræðinga, talmeinafræðinga, sérkennara).

Ræða málefni nemenda sem þarfnast sértækra úrræða eins og sjúkrakennslu.

Vísa málefnum einstakra nemenda til frekari úrlausnar s.s. lausnateymis eða eineltisteymis.

Vinna tilkynningar til barnaverndaryfirvalda í samræmi við skyldur barnaverndarlaga.

Vera tengiliður og til samráðs við aðila utan skólans s.s. Brúnna, heilsugæslu, BUGL ofl.

Fulltrúi frá Fjölskylduþjónustu kemur einu sinni í mánuði á fundi í ráðinu. 

*Málavísan: Málum skal vísað til ráðsins á sérstökum eyðublöðum.

*Málaafgreiðsla: Við afgreiðslu mála er hagur nemenda hafður að leiðarljósi

 

 

 


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is