Lög félagsins

Lög Nemendafélags Engidalsskóla

1. Félagið heitir Nemendafélag Engidalsskóla, skammstafað NFES. Félagar eru nemendur í Engidalsskóla 1.-7. bekk.

2. Tilgangur félagsins er að vinna að félags- og hagsmunmálum nemenda skólans á lýðræðislegan hátt.
Fulltrúar félagsins er kosnir í byrjun skólaárs. 4 fulltrúar úr hverjum árgangi í 5. – 7. bekk, tveir strákar og tvær stúlkur. Nemendur gefa kost á sér og síðan fer fram leynileg kosning í hverjum bekk. Í nemendaráði eru því 8 fulltrúar sem skipast þannig: formaður, varaformaður og 6 meðstjórnendur. Kjörgengir eru nemendur í 5. og 7. bekk. Formaður skal vera úr 7.bekk.

3. Kosning fer fram á haustönn eða í síðasta lagi 1. október ár hvert.

4. Formaður og varaformaður í nemendafélaginu eru fulltrúar nemenda í skólaráði.

5. Deildastjóri frístundar og skólastjóri bera ábyrgð á starfsemi nemendafélagsins og boða til funda a.m.k. þrisvar sinnum á skólaári.

6. Endurskoða skal þessi lög á fyrsta fundi NFES í upphafi hvers skólaárs.

7. Ákvarðanir á fundum er færðar í fundargerð og birtar á heimasíðu skólans. Hlutverk nemendafélagsins er að ræða ýmis hagsmunamál nemenda, koma skoðunum nemenda á framfæri við stjórnendur og skólayfirvöld og stuðla að því að nemendur verði hæfari að lifa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi.

Fulltrúar í stjórn nemendafélagssins bera upp mál til umfjöllunar. Meirihluti nægir til þess að samþykkja mál innan nemendafélagsins.


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is