Heimanám

Í heimanámi leggur Engidalsskóli ofuráherslu á lestraþjálfun. Lesa á 5 sinnum í viku 15 mínútur í senn.

Nemendur á yngsta stigi skrifa upp úr þeim texta sem verið er að lesa heima.

Komið getur til þess að nemendur þurfi að ljúka verkefnum heima sem ekki var lokið við í skólanum.

Mikilvægt er líka að muna að nemendur sem fá leyfi þurfa að sinna heima því námi sem fer fram í skólanum á meðan og er það algjörlega á ábyrgð foreldra að fylgja því eftir.


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is