Öryggismyndavélar Engidalsskóla
Til foreldra, starfsmanna og nemenda í Engidalsskóla
Öryggismyndavélar Engidalsskóla
Stafrænar öryggismyndavélar eru uppsettar eða í uppsetningu í skólanum. Um er að ræða öryggismyndavélar sem eru staðsettar utanhúss. Í því felst rafræn vöktun á skólabyggingunni og skólalóðinni sem er gert í þágu öryggis og í þeim tilgangi að varna því að eigur séu þar skemmdar eða þeim stolið.
Vöktunin er útfærð í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Merkingar með viðvörunum um rafræna vöktun eru uppsettar á hinum vöktuðu svæðum.
Til kynningar og nánari fræðslu varðandi eftirlitið sem hér um ræðir skal bent á reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um rafræna vöktun öryggismyndavéla sem taka til þessarar vöktunar:
Reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um rafræna vöktun öryggismyndavéla.
Einnig er bent á að almennar upplýsingar um rafræna vöktun ásamt leiðbeiningum er að finna í bæklingi á vef persónuverndar þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar um viðfangsefnið:
· Leiðbeiningar Persónuverndar um rafræna vöktun.
Margrét Halldórsdóttir, skólastjóri Engidalsskóla
- Eldri færsla
- Nýrri færsla