Árshátíð Engidalsskóla

28.3.2022

Á fimmtudag og föstudag höldum við árshátíð Engidalsskóla. Yfirskrift árshátíðarinnar að þessu sinni er Astrid Lindgren og hennar verk. Allir árgangar munu stíga á stokk og flytja stutt brot úr verkum hennar bæði leik og söng. Umsjónarkennarar hafa sent foreldrum upplýsingar um hvenær hvaða árgangur og foreldrar þeirra sitja í salnum og horfa en það má líka sjá hér að neðan. Tekið skal fram að allar sýningaranar verða um það bil eins þannig að það dugar að sjá eina sýningu þó svo foreldrar eigi börn í fleiri en einum árgangi.

Fyrsta sýning er kl. 9:00 31. mars 2022Allir bekkir sýna, 1. og 2. bekkur í sal og foreldrar/forsjáraðilar þeirra.

Önnur sýning er kl. 10:30 31. mars 2022Allir bekkir sýna, 3. og 4. bekkur í sal og foreldrar/forsjáraðilar þeirra.

Þriðja sýning er kl. 9:00 1. apríl 2022Allir bekkir sýna, 5. og 7. bekkur í sal og foreldrar/forsjáraðilar þeirra.

Fjórði sýning er kl. 10:30 1. apríl 2022Allir bekkir sýna, 6. bekkur í sal og foreldrar/forsjáraðilar þeirra.

Með bestu kveðju,

Margrét Halldórs


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is