Íþróttaálfurinn hristi upp í Engidalsskóla!

12.3.2024

Fagnað var af lífi og sál þegar tilkynnt var að Engidalsskóli hafi staðið sig best hafnfirska grunnskóla í Lífshlaupinu. Alls tóku 220 nemendur 1.-7. bekkjar skólans þátt. Eftirtektarvert er að allir árgangar skólans voru virkir og náði skólinn 5. sæti á landsvísu í flokki 90-299 nemenda.

Íþróttaálfurinn kíkti í heimsókn og hvatti nemendur áfram. Þeir hoppuðu með honum á sal í tilefni árangursins sem er eftirtektarverður því þetta er í fyrsta sinn sem skólinn tekur þátt.

Kennarar skráðu niður hvað hver nemandi hreyfði sig um tveggja vikna skeið. Margrét Halldórsdóttir skólastjóri og kennarar fengu blómvendi úr hendi bæjarstjóra. Nemendurnir fengu sjálfan Íþróttaálfinn. Þeir hreyfðu sig samtals í 1.153 daga eða 123.095 mínútur á þessu tveggja vikna tímabili í Lífshlaupinu.

Algjörlega frábær árangur. Til hamingju öll.

 


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is