Líðanfundir/haustfundir

12.9.2023

Í vetur ætlum við að prófa að halda líðanfundi að hausti með foreldrum, umsjónarkennurum og skólastjórnanda. Þessir fundir koma í stað hinna hefðbundu haustfunda. Fundirnir munu byrja á stuttu innleggi skólastjóra á sal en svo fara foreldrar með umsjónarkennurum og einum skólastjórnanda í bekkjarstofur þar sem foreldrar ræða barnahópinn í heild og deila líðan sinna barna. Þessir fundir hafa mælst mjög vel fyrir í þeim skólum þar sem þeir eru hefð. Mikilvægt er að það mæti allavega einn frá hverjum nemanda.

1.-2. bekkur - 17:30 12. september þriðjudagur

3.-4. bekkur - 17:30 13. september miðvikudagur

5.-6. bekkur - 17:30 18. september mánudagur

7. bekkur - 17:30 2. október


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is