Þemadagar

17.11.2023

Þrír dagar í næstu viku, þriðjudagur til fimmtudags, eru þemadagar í Engidalsskóla. Þá verður allt skólastarfið brotið upp, yngsta stigið ætlar að vinna með álfa og tröll og miðstigið með íslenska tónlist.

Þessa daga verður ekkert sund eða íþróttir þó svo allir fari í einhverja hreyfingu og útivist. Skóladagurinn verður jafn langur hjá öllum nemendum í 1.-7. bekk eða frá kl. 8:10 til 13:30.


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is