Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi þann 1. janúar 2022. Meginmarkmið laganna er að skapa umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. 

Í lögunum kemur fram að börn undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra skuli hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er: 

 

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi þann 1. janúar 2022. Meginmarkmið laganna er að skapa umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. 

Í lögunum kemur fram að börn undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra skuli hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Hlutverk tengiliðar er: 

• að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi
• að rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn
• að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns
• að aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns – eyðublað frá BOFS
• að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns
• að koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra
• að taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á

  • Þegar barn er  við nám í leik-, grunn-, eða framhaldsskóla er tengiliður þjónustu í þágu farsældar barns starfsmaður skólans þar sem barnið er við nám eða leik.

 

5. Úrræðalisti Engidalsskóla - Þið setjið inn ykkar úrræðalista - Mikilvægt er að úrræðalisti skóla sé einnig aðgengilegur inni á heimasíðu skólans. Þannig að forsjáraðilar sjái hvaða úrræði séu í boði innan skólans.

  • Tengiliður/ir farsældar í Engidalsskóla eru:

Erla Björk Pálsdóttir

Íris Anna Randversdóttir

Margrét Halldórsdóttir

 

Áður en tengiliður byrjar að veita þjónustu skal liggja fyrir beiðni foreldra og/eða barns um samþættingu þjónustu.

· Beiðni um samþætta þjónustu (hafnarfjarðar eyðublað) sem þið sækið á Lækinn.

· Beiðni um miðlun upplýsingar (hafnarfjarðar eyðublað) sem þið sækið á Lækinn.

 

Hér eru nokkrir gagnlegir tenglar:

· Kynningarmyndband: Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna

· Leiðbeiningar um innleiðingu á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (Barna- og fjölskyldustofa)

· Samþætting þjónustu í þágu farsældar barna (Barna- og fjölskyldustofa)

· Reglugerð um tengiliði og málstjóra samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna

Úrræðalisti Engidalsskóla

 


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is