Stoðþjónusta

Stoðþjónusta og stoðkerfi

Nemendur eiga rétt á að komið sé til móts við námsþarfir þeirra í almennum grunnskóla án aðgreiningar, án tillits til líkamlegs eða andlegs atgervis.  (Lög um grunnskóla 2008, 17. gr.)

Nemendaverndaráð

Við Engidalsskóla er starfandi nemendaverndarráð í því sitja, skólastjóri, þroskaþjálfi, deildarstjóri, námsráðgjafi, deildarstjóri stoðþjónustu og deildarstjóri frístundar.

Sérfræðiþjónusta

Sérfræðiþjónusta er veitt bæði innan skóla og utan. Mennta- og lýðheilsusvið og Fjölskyldu- og banmálasvið Hafnarfjarðar ásamt Heilsugæslunni sjá um sérfræðiþjónustu við skólann. Skilyrði fyrir aðkomu sálfræðinga og annarra sérfræðinga að nemendum er að fyrir liggi samþykki foreldra/forráðamanna. Sálfræðingur skólans er Svandís Gunnarsdóttir.

Námsráðgjafi

Í Engidalsskóla starfar einn námsráðgjafar í hálfu starfi. Námsráðgjafi vinnur bæði með einstaklingum og hópum. Hann liðsinnir nemendum í málum sem snerta skólavist þeirra og veitir þeim ráðgjöf um hvernig þeir geta fengið úrlausn mála sinna. Námsráðgjafi er skólastjórnendum til ráðgjafar í þeim málaflokkum sem tengjast starfi hans

Færnimiðuð kennsla og stuðningskennsla

Engidalsskóli er skóli án aðgreiningar.

Í því felst að námsleiðir í grunnskóla taki mið af hverjum og einum einstaklingi. Færnimiðuð kennsla er ein þeirra leiða sem í boði eru til að mæta þörfum hvers og eins einstaklings meðan hann stundar nám í grunnskóla. Stuðningskennsla er einnig leið sem farin er til að mæta þörfum hvers og eins einstaklings.

Með færnimiðaðri kennslu er átt við kennslu sem tekur mið af einum nemanda eða nemendahópi. Viðkomandi nemendur þurfa mismikla aðstoð í sínu námi og er það skilgreint hér á eftir.

Grunnskólakennarar, sérkennarar eða þroskaþjálfi sinna færnimiðaðri kennslu í Engidalsskóla.

Með stuðningskennslu er átt við námsaðstoð við einn eða fleiri nemendur í hópi fyrst og fremst í íslensku og stærðfræði. Viðkomandi nemendur fylgja námsmarkmiðum nemenda í sama árgangi.

Nemendur sem víkja frá námsmarkmiðum árgangsins og eru með einstaklings námskrá, taka próf í samræmi við þá námskrá og er námsmatið þá störnumerkt.

.

Móttaka erlendra nemenda

Nemendur sem tilheyra 1. – 3. bekk fara beint inn í bekki í sínum heimaskóla samkvæmt stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar í málefnum erlendra nemenda. Deildarstjóri stoðþjónustu ber ábyrgð á móttöku og námi erlendra nemenda sem stunda nám í skólanum og hefur yfirumsjón með kennslu í íslensku fyrir erlenda nemendur.

Móttökuteymi Í skólanum er teymi fagfólks sem hefur yfirsýn yfir mál erlendra nemenda. Hlutverk teymisins er að móta faglega stefnu skólans s.s. varðandi móttöku, nám, kennslu, aðstoð í íslensku, félagslega aðlögun, heilsufarsmál o.fl. Í þessu teymi er deildarstjóri stoðþjónustu, skólastjórnandi, námsráðgjafi og viðkomandi umsjónarkennari.

Heilsugæsla

Samkvæmt lögum nr. 97/1990 eiga heilsugæslustöðvar að annast heilsugæslu í skólum. Skólahjúkrunarfræðingar og skólalæknir eru þess vegna starfsmenn Heilsugæslustöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði.

Skólahjúkrunarfræðingur er með fastan viðverutíma í skólanum, en skólalæknir mætir í fastar læknisskoðanir og eftir samkomulagi. Heilsugæsla skólabarna er í beinu framhaldi af heilsugæslu ungbarna og fylgir því heilsufarsskýrslan barninu inn í skólann. Við upphaf skólagöngu eru upplýsingablöð um heilsufar barnsins send heim tilforeldra. Þessar upplýsingar eru trúnaðarmál og gefa starfsfólki heilsugæslunnar mikilvægar upplýsingar um barnið. Þessi blöð eru einnig sendheim til nýrra nemenda og í 4. bekk. Skólaheilsugæslan er með margþætt starfsvið, því starfið er mjög fjölhæft.

 


Engidalsskóli | Breiðvangur 42, 220 Hafnarfjörður
Sími 555 - 4433 | Netfang engidalsskoli@engidalsskoli.is